Minna þreyttur

Terry sagði í síðustu viku að ég væri þreytulegur en í dag sagði hann ég væri hressilegri. Ég sagði að það væri af því að ég væri búinn að skila kaflanum af mér. Ég er að mestu verkefnalaus í ritgerðinni fram á næsta fimmtudag. Mun væntanlega eyða þessum aukatíma mínum í lestur og afslöppun.