Dilbertspilið

Við fórum í mat og spilamennsku til Árnýjar og Hjörvars. Dilbert spilið var prufukeyrt og það fær alveg tvo þumla upp. Góðar leiðbeiningar. Ekki leiðinlegt á milli þess sem maður gerir. Húmorinn alveg í takt við strípurnar. Sérstaklega gott fyrir þá sem fíla Dilbert og þá sem hafa unnið á skrifstofum.

Ég held að Spilavinir eigi þetta örugglega til þannig að þið getið farið þangað og keypt það ef þið eruð áhugasöm.