Gygax

Gary Gygax er dáinn. Væntanlega kannast ekki margir við nafnið. Ef það er hægt að segja að einhver hafi fundið upp hlutverkaleiki þá var það hann. Hann bjó til Dungeons & Dragons sem var fyrst gefið út 1974. Ótal hlutverkaleikir fylgdu í kjölfarið. Sjálfur var ég aldrei D&D maður. Ég var hrifnari af “fágaðri” hlutverkaleikjum sem ekki treystu á að pumpa upp persónuna.

En D&D hafði gríðarleg áhrif og sérstaklega mikil á tölvuleiki. Síðan sýnist mér að síðustu ár hafi borðspil og “spilastokkaspil” líka sótt meira í smiðju hlutverkaleikja.

Futuramaaðdáendur muna kannski eftir honum en hann var gestaleikari í þætti ásamt Al Gore, Stephen Hawking og Uhuru úr Star Trek.

Ætli fjölmiðlar á Íslandi átti sig á hve gríðarleg áhrif þessi maður hafði og fjalli um hann? Ég efast um það. Hlutverkaleikir eru “lágmenning”.