Ég sendi komment inn á nýjustu færslu StebbaFr. Ég sé hana ekki eins og er. Annað hvort er eitthvað skrýtið á seyði með kerfi blog.is/vefskoðarann minn eða að kommenti mínu hefur verið hent út.
Orðrétt var kommentið: „Mig grunar að þú vitir jafn lítið um Harlem og um Breiðholtið“.
Ekki beint fallegt en mjög vægt orðað miðað við hve heimskuleg færslan hans er.
Hann segir reyndar til vinstri á síðunni að komment birtist að gefnu samþykki hans.
Tók ekki eftir því. Þá hef ég hann væntanlega fyrir rangri sök og biðst afsökunar á því. En ég er þó ekki sáttur við færsluna hans. Mér þykir hún móðgandi fyrir Breiðholtsbúa, Harlembúa og innflytjendur (þó sérstaklega þegar hann blandar einhverjum íslenskum vitleysingum inn í fjölmenningarótta sinn).
Eða ekki, fullt af kommentum komið en ekki mitt. Konungur Moggabloggsins þolir ekki smá gagnrýni á sig.