Það er stóráhugavert að Istorrent málinu sé vísað frá. Ég kíkti snöggt yfir dóminn en hef ekki neitt sérstakt um hann að segja. Stefán Bogi er hins vegar með pælingar sem vert er að kíkja á (já, þrátt fyrir allt þá finnast áhugaverð Moggablogg). Það væri plús ef fjölmiðlar leggðu það í vana sinn að tala við óháða lögfræðinga um svona úrskurði því það er mjög gagnlegt.
En þetta er ekki búið. Istorrentmaðurinn býst við að þetta fari fyrir Hæstarétt. DC++ málið á líka væntanlega eftir að fara sömu leið. Spennandi.
Istorrentmálið er reyndar sérstaklega áhugavert fyrir það að þegar höfundar báðu um það var efnið tekið út. Annars þá finnst mér alveg merkilegt hvað höfundaréttarsamtök bæði hér og erlendis hafa náð að eyðileggja fyrir sér með málflutningi sínum. Það er alveg ljóst að í grunninn þá eru þau réttum megin siðferðilega en ná að klúðra því algjörlega með hroka sínum. Sorglegt.
Ertu að hæðast að Stebbafr núna?
Örlítið.