Þar sem byltingarfylkingin í Heimdalli var betri að smala en fylking ríkjandi gilda þá vill stjórn Heimdalls ekki leyfa þessum nýju að vera með og þá hættir partífylkingin við framboð. Ég held að partífylkingin ætti að stefna á að bera upp vantraust á væntanlega stjórn með smalaða liðinu þegar það lið fær gilda aðild. Fjör með það.
Hvað er annars málið með þetta winner takes all kerfi í kosningunum hjá Heimdalli? Af hverju þarf fylking formanns að fá öll sæti í stjórninni? Er þessu fólki ómögulegt að vinna með þeim sem hafa aðeins öðruvísi áherslur? Aumingjar.
Fréttir taka þetta mál fyrir í dag og ég verð að endurtaka það sem ég hef oft sagt um hugsanlega formennsku Björns mannréttindi-eru-kjaftæði Bjarnasonar. Það er vissulega heillandi framtíð að vissu leyti því hann virðist sífellt vera að sýna meira af sínum sturluðu skoðunum og ég efast um að hann nái nokkurn tíman að heilla stóran hluta landsmanna. Sérstaklega væri gaman ef Sigurður viltu-blása-vinur Kári verður hægri hönd hans.