Á Íslandi er dálítið um vísindamenn sem rannsaka loftslagsbreytingar eða þætti tengda þeim. Þó virðast fjölmiðlamenn eiga ákaflega erfitt með að finna sérfræðinga þegar á að ræða þessi mál. En það er voðalega auðvelt að finna ákveðinn náunga sem efnagreinir malbik og bensín til að tjá sig um málið. Mig fer að gruna að fjölmiðlamenn hafi einhverja fóbíu eða minnimáttarkennd gagnvart vísindamönnum. Allavega sumir þeirra.
3 thoughts on “Hvað með að tala við vísindamenn?”
Lokað er á athugasemdir.
Svo er líka einkennilegt hvers vegna leitað er til stjórnmálafræðings sem álitsgjafa um hnattræna hlýnun. Hvaða rugl er það? Mér er alveg sama hvað honum finnst því ég veit nákvælega hver skoðun hans er. Sá maður hefur ekkert gagnlegt fram að færa í umræðuna. Hann hefur ekkert vit á því sem hann er að tjá sig um annað en hann hefur lesið á síðum hægrimannanna í Bandaríkjunum.
Staðfestingartilhneigingin er rík í þessum manni og reyndar hinum líka sem þú minnist á.
Hver þarf vísindamenn þegar þú færð álit óháðra sérfræðinga um vísindi á borð við Hannes Hólmstein, Sigurð Kára og Glúm???
Það var veðurfræðingur með Hannesi Hólmsteini í síðdegisútvarpinu 8. apríl. Stutt en fróðlegt.
http://www.ruv.is/heim/vefir/sdu/meira/store156/item200726/