Íslenskt dagsverk

Óvenju afkastamikill dagur þannig séð. Skipti um dekk (var ekkert seinn því bíllinn hafði ekki verið hreyfður í nokkra daga), fór í badminton þar sem við Eygló töpuðum öllum leikjum án þess þó að vera raunverulega rústað, kom skikki á upptökur úr tökuvélinni og kom mér langt í verkefni sem hefur setið á hakanum í töluverðan tíma. Ég er allavega að vera nokkuð sáttur og þreyttur.