Guðlaugur Þór getur ekki ráðist á heilbrigðiskerfið með einkavæðinguna eina að vopni. Hann verður því að nota lymskulegri aðferðir. Ein leið til þess er að brjóta það niður innan frá og er það sem hann virðist vera að gera. Evróputilskipanir eru að sjálfssögðu ekkert nema yfirvarp. Það hefði ekki þurft að vera neitt stórmál ef vilji hefði verið því að aðgerðirnar myndu ekki lækkað launin hjá hjúkrunarfræðingunum (sem ættu með réttu að vera hálaunastétt). Hvað ætli gerist á næstunni? Ætli Guðlaugur sjái sig ekki tilneyddan til að koma verkefnum, arðbærum verkefnum, til einkaaðila vegna þess ástands sem hann sjálfur skapaði.
Hvar er Samfylkingin? Mér sýnist að hún ætli að vera meðfærilegra leikfang heldur en Framsókn.