Hvað er málið með Mercedes Club?

Þegar ég sá Mercedes Club í EuroVision þá datt mér ekki annað í hug en að þessi hljómsveit væri brandari sem Barði hefðði búið til. Þarna hafði hann sett saman sóðalegustu klisjurnar úr keppninni til þess að gera grín að henni. Í ljósi þessa þá get ég engan veginn skilið hvers vegna þess brandari hefur ekki verið lagður til hinstu hvílu. Er Barði áfram að stjórna þessu eða skapaði hann hérna skrýmsli sem hann ræður ekkert við? Er Mercedes Club ekki bara orðið það sem það átti að hæðast að?