Það eru fá póstkort sem við skoðum meira en þau sem við fáum frá honum Ásgeiri þegar hann er að ráfa um heiminn. Þegar við höfum loksins skoðað það eins og við getum þá setjum við það á ísskápinn í von um að Ásgeir muni að lokum líta í heimsókn og segja okkur hvað í ósköpunum stendur á því.