Af hverju læðist að mér sá grunur að vinnustaðaskipti Björgvins Guðmundssonar sé tengd ráðningu meðritstjóra hans á dögunum?
Björgvin er annars í seinni tíð einn af uppáhaldsfrjálshyggjumönnunum mínum, einn af þeim sem mann grunar að aðhyllast þessa hugmyndafræði í raun en ekki sem yfirvarp. Ég hef nefnilega merkilega lítið á móti frjálshyggjunni sem slíkri heldur aðallega það hvernig menn nota þessa hugmynd til að réttlæta eigin græðgi og skort á samkennd.