Framsókn

Á ævi minni hef ég fáar ákvarðanir tekið jafn snjallar og að hætta að styðja Framsóknarflokkinn. Þið getið getið ykkur til um að ákvörðunin að styðja þennan flokk til að byrja er akkúrat á hinum endanum á þessum skala.

Annars þá er alveg óendanlega skrýtið að Guðni haldi að hann græði eitthvað á að gera flokkinn kristilegan. Það tókst ekki þegar Halldór reyndi það. Íslendingar kjósa ekki eftir trúarskoðunum, hvorki trúaðir né trúleysingjar. Ég veit bara um einn söfnuð á landinu þar sem kosið er eftir flokkslínum og þar lætur leiðtoginn hjörðina kjósa nafna sinn.