Vakandi og heyrnarlausir

Ég er vakandi alltof snemma. Í gær náði ég einhvern veginn að undirbúa fyrirlestur á mettíma. Fyrirlesturinn er um upplýsingamiðlum fyrir heyrnarlausa og með aðstoð Árnýjar þá var kominn með efni sem hefði dugað í allavega tvöfalt lengri fyrirlestur. Þetta ætti líka að duga mér í ritgerðarvinnunni líka.

Þetta verður annars langur skóladagur en ég get huggað mig við það að þetta er næstsíðasti langi mánudagurinn, ég á líka bara eftir að vera í skólanum tvo föstudaga sem er indælt. Morgundagurinn er líka langur því ég þarf að fara á fyrirlestur hjá konu frá Cambridge um gagnbankana sem þar eru. Lisa og Eric þið vitið. Gaman.

Fjör.