Það er ekki skrýtið að það þurfi að lögbinda almenna tillitsemi þegar reykingafólk er upp til hópa svona laust við að hugsa um þá sem eru í kringum það. Áðan sá ég reykingamann blása reyknum útúr sér beint framan í miðaldra konu og honum virtist ekki koma til hugar að nokkuð hafi verið að því. Allt í kringum okkur var fólk að reykja beint upp í litlu krakkana sem voru á svæðinu. Hvað er að?