Í dag fékk ég nóg að gera. Ég vaknaði nokkuð snemma og tók aðeins til. Næst fór ég í Nettó til að kaupa byrgðir. Á leiðinni var ég tekinn í símaviðtal. Þegar ég var kominn heim bakaði ég muffins og undirbjó pönnukökur. Þá komu Mummi og Sóley. Ég byrjaði að steikja pönnukökur og þá bættust Árný, Hjörvar, Hrefna, Una og Logi í hópinn. Í miðri steikingu var ég kallaður í myndatöku. Ég kláraði pönnukökurnar síðan og þá tók við bara almennur hávaði hjá barnahjörðinni. Sem var samt gaman.
Eftir að Árný, Hjörvar og börn voru farin fór ég að undirbúa kvöldmatinn sem voru pizzur. Siggi og Sigrún bættust síðan í hópinn og eftir matinn spiluðum við. Ef Ósk les þetta þá getur hún glatt sig við að ég vann tvisvar í röð í Jungle Speed, syngjandi Jungle Boogie. Sigrún vann síðan Ticket to Ride. Allt í allt mjög góður dagur. Eitthvað er síðan á dagskrá á morgun.