Nýr ritsjóri Frelsis endurskoðar söguna

Í grein um hvíta stríðið fer Ritsjóri Frelsins frjálslega með staðreyndir. Hann segir að samkvæmt lögum á þessum tíma hafi verið “skylt að vísa þeim útlendingum sem þjáðust af smitandi sjúkdómum úr landi”. Þetta er bara rangt, lagagreinin talaði um næma sjúkdóma og samkvæmt fyrri túlkunum þá hefði umræddur sjúkdómur aldrei fallið undir þá skilgreiningu.

Ritstjórinn lofar harðfylgni þáverandi forsætis- og dómsmálaráðherra sem kallaði í raun út íslenskan her til þess að koma einum 14 ára strák með augnsjúkdóm úr landi. Ekki minnist ristjóri Frelsins á að hetjan hans reyndi að fá danskan herflokk á land, ekkert varð úr þessu enda vissu Danirnir að þeir ættu ekkert með það að fara að skipta sér af innanríkismálum Íslands.

Ritstjórinn minnist á að skipaður hafi verið sérstakur lögreglustjóri til að koma fram vilja ráðherrans en sleppir því að tala um hvers vegna þurfti að skipa hann. Lögreglustjórinn í Reykjavík vildi fara samningaleiðina og var því settur af í hans stað settur maður sem hafði ekki þá menntun sem var krafist.

Í rúm 80 ár hafa margir hægri menn reynt að snúa Hvíta Stríðinu á hvolf, það tekst ekki nú frekar en áður.

Það er annars gott að vita hvar stjórn Heimdallar stendur varðandi svona mál.