Kynnisferðir kunna sig ekki

Eftir að hafa beðið í heillangri röð og verið send í fýluferð út í rútu til að kaupa miða komst Eygló loks að í miðasölubásnum hjá Kynnisferðum. Það var ekki þjónusta með brosi heldur harkaleg ólund. Ég get ekki ímyndað mér að ferðamenn sem koma til landsins fái jákvæða fyrstu sýn á Íslendinga þegar móttökurnar eru svona. Eins og til að bæta fyrir þetta sat fyrir framan mig íslensk stelpa sem var að kynna landið fyrir ísraelskri stúlku sem var í sófaferðalagi. Það var skemmtilegt að hlera.