Það er gott að vera kominn heim. Fyrst Derry, London, Borlänge, Stokkhólmur, Kaupmannahöfn og síðast Akureyri.
Ég gat ekkert keyrt á heimleiðinni í dag af því ég er kvefaður og fæ voðaleg hnerraköst sem gætu orðið banvæn ef maður væri undir stýri. Það er annars óttalega mikið af hálvitum á vegunum. Mig grunar að það sé erfitt að finna nokkurn sem keyrir stóran svartan pikköpp sem ekkert slefandi fáviti. Síðan var annar með einkanúmerið VIP sem keyrði næstum framan á okkur þegar hann tók framúr.