Goðsögnin um Aþenu

Í Sjónvarpinu er þáttur þar sem goðsögnin um Aþenu á að vera hrakin. Hingað til hefur komið fram að konur hefðu lítið frelsi og þar hafi verið þrælar. En hvað þetta eru stórkostlegar uppgötvanir. Eða ekki. Minnir að þetta hafi komið fram í grunnskólasögubókinni Samferða um söguna. Er ekki nóg að gera heimildarmynd um Aþenu án þess að það eigi að vera allt voðalega byltingarkennt?