Það vakti kátínu mína að lesa upphafsorð greinar Jónínu Ben í Mogganum í dag. Hún byrjar:
VOLTAIRE skrifaði á 16. öld…
Ó, en gaman. Það að finna tilvitnanir í merka menn á netinu og nota þær til stuðnings máli sínu er nú mikið stunduð íþrótt. Ef það er vel gert þá gæti maður litið út fyrir að vera snjallari en maður í raun er. Allavega betur lesinn. Hugsanlega var þetta einhvern tímann þannig að tilvitnanir voru aðallega notaðar af þeim sem höfðu fundið þær í frumheimildum en sú tíð er löngu liðinn.
Ég ætla ekki að segja að tilvitnanir geti ekki verið skemmtilegar, þær eru það oft, en þær eru almennt merki um ófrumleika. En þeir sem nota tilvitnanir í merka menn geta lent í vandræðum ef þeir þykjast vita eitthvað meira um þá. Maður gæti til dæmis kynnt tilvitnun til sögunnar og gert merkilega manninn tveimur öldum eldri en hann í raun er. Það væri nú neyðarlegt og afhjúpandi um almennt þekkingarleysi á fræga kallinum. Greyjið Jónína. Annars þá ætti að svara efni greinarinnar efnislega en það geri ég líklega ekki.
Annars sagði Voltaire líka eitthvað á þá leið að sniðug tilvitnun* sannaði ekki neitt.
Eða sniðugt orðtak, ég er ekki viss þýðinguna. Og ég fann þetta með því að leita á netinu en allavega hef ég lesið** Voltaire og veit hvenær hann var uppi.
**Bara eina bók þó.