Í gær var spurt hvort að það væri ekki tími á Vantrúarhitting, sérstaklega vegna þess að Mexíkódeildin er á landinu. Þrátt fyrir skamman fyrirvara skipulögðum við þetta með dags fyrirvara. Það mættu 17 manns í heildina sem verður að teljast gott. Eins og venjulega hitti maður nýja félaga og gamla. Það fyndna var að þegar við mættum þá kom Hjalti og hvíslaði að mér hvort að það væri nú ekki prestur á veitingastaðnum með okkur. Ég lít í kringum mig og í horninu situr Karl V. Matthíasson. Þetta þótti okkur skondið. Þegar Matti mætti loksins benti ég honum á þetta og ég held að hann hafi ákveðið að tala sem hæst í kjölfarið. Hugsanlega að reyna að láta nokkur lykilorð eins og biskup og Vantrú berast til prestseyrna.
Eftir hittingin keyrðum við heim Sæbrautina en beygðum niður að sjó þegar við sáum hve magnað sólsetur var í gangi. Við sátum saman á grjótinu þar til að rigningin hrakti okkur á braut.