Að vera í stjórnmálaflokki

Stundum sýnist mér að fólk misskilji hvað menn séu að gera með það að vera flokksbundnir. Eða kannski er ég að misskilja. Allavega þá gekk ég ekki í flokk til þess að fá að vita hverjar skoðanir mínar væru. Ég gekk í flokk sem var með þá stefnu sem var líkust skoðunum mínum og með því fólki sem ég treysti mest. En það var ekki ástæðan fyrir að ég gekk í flokkinn. Ég gekk í flokkinn til þess að geta haft einhver áhrif á stefnu hans og það hvað fólk velst þar til forystustarfa. Ég er ekki í flokknum til að verja allt sem hann hefur gert eða alla sama í honum eru. Maður þarf ekkert að missa eigin skoðanir við að ganga í stjórnmálaflokk þó sumir virðist gera það.