Ég bakaði pönukökur áðan fyrir mig, Eygló og Hafdísi. Ég hef ekki gert þetta í mörg ár og það byrjaði ekkert sérstaklega vel, pönnukökurnar alltof þykkar og svoleiðis. Þetta batnaði nú þegar á leið og þær voru eiginlega bara mjög fínar í lokin. Eygló var nýbúin að borða þannig að hún át ekki nema tvær. Hafdís var hins vegar mjög dugleg og þegar ég loksins komst að þá var svo lítið eftir að ég kláraði allt.
Ég er núna í Aðferðafræði og var að fatta svoltið sem er bömmer. Við Eygló höfum ætlað að bjarga okkur með tvær bækur en þegar kennarinn fór að tala um leyfileg hjálpargögn í prófi þá fattaði ég þetta gengur ekki almennilega upp. Við þurfum að hafa sitt hvort bókasettið í prófið. Bömmer. Þarf að redda þessu fyrir prófið.
Annar bömmer eru glærurnar, ef ég glósa við glærur þá geri ég það í tölvuna og mér leiðist alveg herfilega að prenta út, núna þarf ég líklega að fara að gera það því annars þá hef ég engar glærur til að hafa með mér í prófið. Af hverju má ég ekki bara hafa tölvuna með mér? Talvan getur bara hjálpað mér meira en þau gögn sem ég má hafa með mér ef hún er nettengd og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir það. Helvítis pappírssóun!
Ég á ekki eftir að geta klárað þennan tíma, fer að fara. Enginn með mér Eygló veik, Danni settist einhvers staðar fremst, Nils virðist vera hættur (er að sjá hvort ég fái bækur frá honum) og Palli er skrópgemlingur. Billi gamli bekkjarfélagi er að vísu tveim röðum fyrir aftan mig.