Um daginn kom frétt á MBL sem vakti hjá mér lukku. Hún fjallaði um Richard Dreyfuss og lokaorð hennar voru:
Dreyfuss skaust á stjörnuhimininn um miðjan áttunda áratuginn þegar hann lék í Close Encounters of the Third Kind og þá hlaut hann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni The Goodbye Girl árið 1978.
Höfundur greinarinnar greinilega með allt sitt á þurru og hættir sér ekki út í sjóinn. Tveimur árum áður en Dreyfuss lék í Nánum kynnum af þriðju gráðu þá var hann í mynd sem kallaðist Ókindin og fjallaði um hákarl. Sú mynd var á sínum tíma fyrsta myndin til að græða meira en 100 milljónir dollara. Hann var reyndar ekki algjörlega óþekktur fyrir þann tíma en Jaws var nú augljóslega myndin sem gerði hvað mest fyrir feril hans. En kannski er voðalega erfitt að finna fólk sem hefur vit á kvikmyndum…