Mér skilst að ég eigi að vera ánægður í dag af því að nú er kominn nýr meirihluti í staðinn fyrir þann sem ég taldi á sínum tíma óstarfhæfann. Engu skiptir þó þessi sé ekkert sérstaklega traustur.
Það að mynda nýjan meirihluta þegar sá gamli er kominn í rúst er jafn slæmt og að sprengja meirihluta með því að bjóða gull og græna skóga. Það er ekki heldur skárra en að stinga þann sem fékk loforð um gull og græna skóga í bakið bara af því að hann hélt að hann ætti að fá gull og græna skóga (kjáninn sá að halda að orð skyldu standa). Það er líka ógeðslega óheiðarlegt að tala um að endurreisa eldri meirihluta þegar sá fyrri er greinilega fallinn. Alveg jafn slæmt og bakstungurnar.
Ég á erfitt með að setja samasemmerki á rétta staði og er því greinilega sekur um tvískinnung.