Takandi til

Ég tók dálítið til áðan. Færði dót úr stofunni í herbergi til að minnka þrengsli hérna. Ég íhugaði að taka inn gasgrillið og setja niður í geymslu en hætti við vegna þess hve blautt það er. Ég er síðan aðeins búinn að finna mér eitthvað til að laga til í tölvunni. Skrifa diska með dóti sem þarf að geyma. Semsagt flest annað en að skrifa ritgerðina sem er verkefnið sem ég að vera að vinna í. Reyndar lagaði ég til tilvísanir í kafla sem ég er að fara að senda Terry en það var bara „hreingerning“ en ekki skrif. Sjáum hvort að ég komist af stað núna.