Eftir ábendingar gærdagsins um það hve vitlaus umfjöllun Vefþjóðviljans um íbúðalánabanka í Bandaríkjunum var datt mér í hug að leita á vefritinu að tilfellum þar sem birt hefur verið leiðrétting á greinum þar. Ég leitaði og fann margar greinar þar sem Vefþjóðviljinn var að krefjast þess að hinir og þessir leiðréttu hitt og þetta en ekkert um að vefritið játaði að það hefði farið rangt með neitt.
Nú er það augljóslega ekki þannig að Vefþjóðviljinn hafi aldrei rangt fyrir sér, þvert á móti, mig grunar að ef farið væri yfir öll skrifin þar þá eigi þetta vefrit Íslandsmet í að fara rangt með staðreyndir (í flokki vefrita). Ég efast um að það hafi nokkurn tímann komið til greina hjá Vefþjóðviljanum að leyfa athugasemdir lesenda enda er vefritið of veikt til að þola slíkt.