Fyrir ári síðan gat ég fengið Evru á 90 krónur og það var eiginlega það hæsta sem hún fór í. Núna er hún í um 136 krónum.
Það var semsagt fyrir ári síðan að ég fór til Cork. Endaði á gistiheimili. Ráfaði um borgina einmana. Vissi ekki hverju ég gæti búist við. Dvölin var hins vegar góð að mörgu leyti en að lokum var ég bara farinn að sakna Eyglóar svo mikið að ég vildi helst fara strax heim.
Síðasta vikan var þó öðruvísi og ég fann líka til þess að ég ætti eftir að sakna borgarinnar og fólksins sem ég kynntist þar. Eftir á sé ég eftir því að hafa ekki nýtt tímann betur í að umgangast þetta fólk og skoða landið og borgina. Ég mun snúa aftur til Cork en ég mun aldrei aftur hitta flest fólkið sem ég þekkti þarna. Því miður.
Þeir sem vilja lesa meira um Cork dvöl mína geta smellt á nafn borgarinnar hérna að neðan og/eða lesið grein mína á vefritinu Hugsandi.