Eitt af því fáa sem við Geir Haarde erum sammála um er að hér ríkir ekki kreppa. Réttasta leiðin til að lýsa ástandinu er að nota orðið niðursveifla. Orðið kreppa gefur ýkta mynd af ástandinu sem er bara óþarfi. Það er aftur á móti mögulegt að þessi niðursveifla endi í kreppu. Ég held að fólki reynist auðvelt að sjá muninn ef sú staða kemur upp.