Ríkisbankinn

Ég hef undanfarið verið að velta fyrir mér hvert ég eigi að beina bankaviðskiptum mínum eftir að Kaupþing tók yfir SPRON. Ég hef ekki geð í mér að skipta við það fyrirtæki lengur en nauðsyn krefur. Vandi minn var hins vegar að allir hinir voru álíka slæmir. En núna er lausnin í sjónmáli. Þegar búið að er að stofna ríkisbanka mun ég, að öllu jöfnu, flytja mín viðskipti þangað. Mér líkaði ágætlega að skipta við ríkisbanka hér áður fyrr og hlakka bara til að gera það aftur.