Útrásarklappstýran Davíð

Stundum virkar bloggið og þá er það sérstaklega þegar blaðamenn gera ekkert. Sveinn Pálsson telur til tvær tilvitnanir í Davíð sem sýna að hann var, ólíkt því sem hann sjálfur segir, klappstýra fyrir útrásarliðið. Væntanlega eru til margar fleiri og ég vona að bloggarar standi sig í að finna efnið. Þessi er frá því í maí 2006 og af ársfundi Landssambands lífeyrissjóða (úpps, línuvillt) desember 2005 á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands:

Það er auðvitað fullkomlega eðlilegt að framsæknir bankar í örum vexti, sem skynja að hinn smái íslenski markaður þrengi að þeim, leiti allfast eftir erlendu fjármagni í viðleitni sinni til útrásar og ábata. Innri styrkur bankakerfisins og allar þær vísitölur sem eftirlitsstofnanir og matsfyrirtæki horfa til eru meira en í góðu horfi.

Ætli harði aðdáendaklúbbur Davíðs sem vaknað til lífs i í gærkvöldi muni ekki hverfa aftur núna þegar búið er að benda á innihaldsleysi orða hans eða muna þeir áfram kyrja nafn leiðtoga síns í heilalausri dýrkun?