Pundið fór í 365 krónur

Ég hef verið að fylgjast með genginu síðustu daga. Ég áttaði mig að eitthvað væri mikið að þegar Færeyjabanki sagði að pundið kostaði 255 íslenskar þegar íslensku bankarnir sögðu að það kostaði um 200 krónur. Í gærmorgun fór pundið, skv. Forbes, í 365 krónur. Það lagaðist sem betur fer eftir að Rússagullið kom í ljós og hefur verið stöðugt í um 216-219 krónum. Færeyjabanki segir pundið kosta um 186 íslenskar.

Fasta gengið er ekki að virka eins og er. Ég hlýt að spyrja hvort við hefðum ekki getað fengið stuðning seðlabanka Norðurlands til dæmis til að hjálpa okkur að halda því stöðugu? Seðlabanki Íslands hefur ekki bolmagn til þess einn og hefði þurft aðstoð. Maður verður líka að spyrja sig af hverju það var ekki þegar búið að festa gengið. Var eitthvað sem kom í veg fyrir að það væri hægt? Var of mikið einblínt að taka bókstaflega upp Evru að ekki var skoðað hvað hægt væri að gera núna?