Þessa daganna held ég að einhverjir mikilvægustu menn landsins séu Egill Helgason og Dr. Gunni. Þeir standa báðir óháðir og óhræddir við að móðga alla. Það eitt og sér er náttúrulega ekki nóg, það sem gerir útslagið er að venjulegt fólk les hvað þeir hafa að segja. Þeir virðast höndla þetta ágætlega. Ég nenni ekki að hlusta á væl yfir því að Egill hafi gengið of langt við Jón Ásgeir því ég skil ekki hvernig væri hægt að ganga of langt í að ráðast á þá sem hafa komið okkur í þá stöðu sem við erum í í dag.
Það eru aðrir sem ég myndi vilja setja á listann, þeir sem eru nær mér í skoðunum, en staðreyndin er sú að þeir ná ekki til fólks. Hvar er Múrinn þegar maður þarf á honum að halda? Hvar er róttæka vinstrið sem virtist öfgakennt í augum almennings áður en fullkomlega lógískt í dag?
Síðan væri gott ef allir myndu lesa Hnakkus. Hann veit sitt og mætti blogga oftar.