Glæpum og götum fjölgar í Breiðholti skv. Mbl

Það er ekki skrýtið að fjölmiðlar tali sífellt um glæpi í Breiðholtinu ef blaðamenn gera sjálfkrafa ráð fyrir að allir glæpir eigi sér stað þar.

Fyrir þá sem ekki fatta þá er Hraunbær ekki í Breiðholti heldur í Árbænum. Mér skilst að þetta sé, eða hafi allavega verið, fjölmennasta gata í Reykjavík þannig að mér finnst ekki til mikils ætlast að fjölmiðlafólk átti sig á hvar hún er staðsett. Síðan er þetta Árbær/Hraunbær líka ákveðin vísbending til illra upplýstra.

Við vorum btw. í Árbænum í gær, keyrðum Sigga og Mumma heim. Við urðum ekki vör við neitt og sluppum ómeidd heim úr þessu glæpahverfi.