Ég á voðalega bágt með mig á Facebook. Ég á erfitt með að hafna þeim sem vilja vera vinir mínir þó ég þekki þá ekkert. Mér finnst erfitt að útiloka fólk. Áðan henti ég þó „vini“ sem var sífellt að senda mér heimskuleg boð. Ég man ekki eftir að hafa hitt þennan „vin“ í raunveruleikanum og engin samskipti við hann haft. Ég samþykkti hann einungis vegna þess að við áttum töluvert af sameiginlegum vinum. En ég fékk nóg. Kannski að ég grisji meir í vinahópnum í framtíðinni.
En ef þið viljið heyra um netsamfélög þar sem raunveruleg vinátta þrífst þá er fyrirlesturinn minn Dauðinn og sýndarveruleikinn í stofu 101 í Odda á eftir. Þetta byrjar klukkan 11 og ég byrja líklega um 11:15-20 (best að mæta bara 11).