Tvenn mótmæli

Ég var ringlaður í gær af því að ég áttaði mig ekki á því að boðað hefði verið til tvennra mótmæla. Ég hafði oftar séð talað um kl. 16 þannig að við mættum þá og gengum Tjarnargötuna. Sáum Kolfinnu, Jón Baldvin, Arnþrúði Karlsdóttur og Snorri tala. Og Ómar syngja. Jón Baldvin komst skammlaust frá sínu eins og Arnþrúður og Snorri hafði þetta stutt og laggott. Það var hins vegar óþægilegt að hlusta á Kolfinnu og nær óbærilegt að heyra Ómar syngja. Ég fékk það á tilfinningunni að ég væri á áróðursfundi Íslandshreyfingarinnar endurreistrar sem er ekki gott.

Sem betur fer voru anarkistarnir hressir og kátir þarna, brenndu fána og hrópuðu slagorð um dauða auðvaldsins. Einhver kastaði líka eggjum í ráðherrabústaðinn (og grunlausan ljósmyndara sem var óheppilega staðsettur). Þetta braut aðeins upp stemminguna.

Ef ég hefði áttað mig betur á þessu þá hefði ég mætt klukkan 15 að hlusta á Hörð Torfason og þann hóp frekar.

Annars er rétt að taka fram að ef hópurinn sem var þarna niðurfrá hefði verið að fagna landsliðinu myndi lögreglan tala um 3 þúsund manns en ekki fimm hundruð.