Ég veit ekki hvort að það sé rétt að segja að þjóðir geti verið vinir en ef svo er sjáum við hverjir eru vinir Íslendinga á því hvað gerst hefur undanfarið. Það eru Norðurlandaþjóðirnar. Danir reyndu að vara okkur við lengi en voru kallaðir öfundsjúkir og hvaðeina. Við skuldum þeim þakkir og afsökunarbeiðni. Norðmenn lýsa því óbeðnir yfir að þeir vilji hjálpa okkur. Svíar ætla að leiða björgunarleiðangurinn. Ég er nokkuð viss um að Finnar eru líka eitthvað að hjálpa okkur.
Bestu vinir aðal eru samt hérna miðja vegu milli Skotlands, Íslands og Noregs. Færeyjingar eru, miðað við höfðatölu sem er aðalmælieining Íslendinga á allt, bestu vinir okkar og hafa verið lengi. Ég efast um að við séum nærri jafn góðir við þá og þeir við okkur. Allavega skuldum við þeim þakkir okkar.
Ég hnuplaði þessu af Baggalúti áðan en veit ekki hvort þetta sé upprunið þaðan: