Ég er ekki frumlegur þegar ég segi að mér finnst að ríkið ætti ekki að skera niður í framkvæmdum. Ríkið á að forðast að segja upp fólki (ég er raunar ríkisstarfsmaður svo það sé ljóst). Ég er hins vegar sammála frjálshyggjumönnum að það má lækka laun hjá ríkisstarfsmönnum sem hafa meira en til dæmis 400 þúsund á mánuði í laun (ég er vel undir því) og myndi persónulega byrja á prestum sem allir eru yfir þessum mörkum (reyndar ætti ríkiskirkjan náttúrulega að sjá sjálf um að borga þeim en það er annað mál). Ég er ekkert viss um að það sé góð hugmynd að hækka atvinnuleysisbætur núna en það er nauðsynlegt að skoða það. Ég tel það betri leið að aðstoða t.d. barnafólk sérstaklega. Einnig ætti að skoða möguleikann á að lækka vexti á húsnæðislánum og/eða afnema verðtryggingu (eða væri hægt að minnka hana allavega?).