Við ákváðum að kíkja í Kringluna á leiðinni heim. Aðalástæðan var sú að við vildum kíkja á 50% útsöluna í Skífunni. Það höfðu greinilega einhverjir kíkt á undan okkur því lítið var eftir af áhugaverðu stöffi. Við keyptum eitthvað smávægilegt. Eftir það ákváðum við að fá okkur eitthvað snarl. Við röltum á milli staða á Stjörnutorgi en mundum þá að við eigum tilboð í Kringlukránni. Við fórum því þangað og fengum okkur pizzur.
Það eru núna sex og hálft ár síðan ég hætti á Kringlukránni. Ég vann þar í hátt í ár sem uppvaskari um helgar. Það var ekki svo slæmt. Ef ekki hefði verið fyrir reykingarnar þá hefði ég kannski unnið þarna lengur. Ég held reyndar að fáir hafi enst lengur í þessu starfi þarna en ég.