Við fórum til Árnýjar og Hjörvars í gær í mat og spil. Spilið sem varð fyrir valinu var Meistarinn sem við Eygló keyptum um daginn á fimmhundruð kall. Spilið var að mörgu leyti nokkuð skemmtilegt. Stærsti gallinn var hins vegar að það var mjög illa prófarkalesið. Bæði spurningar og reglur voru uppfullar af villum. Það þurfti því mjög reglulega að ákveða viðbætur við reglur á staðnum til að gera þær skýrari. En þetta var gaman.