Miðað við hvernig margir tala get ég ekki séð annað en að þeir haldi raunverulega að aðild að ESB muni fylgja nær sjálfkrafa aðild að myntbandalaginu. Ég tel hins vegar ekki að við höfum séns á að fá Evruna næstu árin þó við séum innan Evrópusambandsins. Við erum ekkert á leiðinni að uppfylla skilyrðin. Hver veit nema að það tæki okkur meira en 10 ár að gera það. Ef Evran er raunverulegt markmið en ekki aðildin sjálf þá ættum við að taka hana einhliða upp. Nema að við gerum það að skilyrði í aðildarviðræðum að við fáum sökum neyðarástands að taka Evruna upp sem ég veit ekki hvort að sé nokkur möguleiki. En allavega finnst mér umræðan vera undarleg og ringluð.