Valgerðarbréfið

Þegar ég las bréfið sem Bjarni Harðar ætlaði að leka nafnlaust í fjölmiðla þótti mér eitt augljóst. Þessir menn sem skrifuðu hefðu fyrir löngu átt að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Þessi flokkur breyttist endanlega þegar Halldór Ásgrímsson var við völd og honum er ekki viðbjargandi. Það að hanga í flokki og láta sig dreyma um fortíðina er ekkert annað en tryggð við nafn. Flokkurinn sjálfur er löngu horfinn.