Það verður óneitanlega áhugavert að fylgjast með næstu skrefum hjá Framsókn og þá sérstaklega formannsmálum. Stærsta vandamálið er að þeir sem eru vinsælir innan flokks eru ekki vinsælir utan hans og þeir sem eru vinsælir utan hans eru ekki vinsælir innan hans. Valgerður hefur í raun aldrei virst spennt fyrir formannsstólnum. Ofan á það bætist að spurningin um ábyrgð hennar á núverandi kreppu.
Siv er líklega vinsælasti Framsóknarmaðurinn meðal íslenskra vinstri manna. Hún er hins vegar ekki vinsæl innan flokksins. Birkir Jón er vinsæll meðal ungra Framsóknarmanna en utan flokksins er hann bara þekktur fyrir að vera ungur og þar að auki lítur hann út eins og ungur Sjálfsstæðismaður. Páll Magnússon er sá eini sem hefur raunverulega boðið sig fram. Hann hefur á sér sama slímuga yfirbragð og til dæmis Finnur Ingólfsson. Það er augljóslega ekki það sem Framsókn þarf á að halda.
Allavega verður þetta áhugavert.