Trúboð í skólum og Björn Bjarnason

Ég var að senda inn grein á Vantrú sem fjallar aðallega um að kristninfræðikennslu í grunnskólum, ég er með aðra hálfgerða framhaldsgrein sem birtist á næstu dögum, lesið þessa og látið álit ykkar í ljós. Spáið líka í hugmyndir Björns Bjarnasonar um trúfrelsi þegar þið eruð að lesa hana.

Ég kíkti aðeins inn á JBJ áðan og sá að hann var að spá í orð Björns en sagði að hann myndi eftirláta öðrum (Vantrúarseggjum) að taka ávarp Björns fyrir sem mér þótti fyndið af því ég var einimtt byrjaður að skrifa þannig grein.