Þetta er góður titill, þetta vísar bæði í hvað ég var að gera og hvernig það mál stendur. Ég var semsagt að skrifa ritgerð um upplýsingamiðlun (afgreiðsla á upplýsingum) til heyrnarlausra og hef lokið því (afgreitt málið). Langsótt kannski en það kemur þér ekkert við, þetta er búið. Mér finnst einsog að törninni sé lokið í bili þó ég eigi eftir eitt stórt verkefni í þessari viku.