Ég held að það sé eitthvað meira en lítið að forgangsröðuninni hjá RÚV ef Svæðisútvarpið er fyrst á höggstokkinn.
Ef það á að taka RÚV af auglýsingamarkaði ætti að mæta því fyrst með því að kaupa færri eða enga dýra erlenda dagskrárliði. Það myndi um leið hjálpa hinum stöðvunum aukalega því þá minnkar samkeppnin í innkaupum. RÚV ætti að leggja áherslu á innlenda dagskrárgerð og þá meðal annars úti á landi.
Ég held líka að það hefði mátt minnka launin hans Páls um töluvert meira en 10% eða bara sparka honum alveg.