Lífræn og ólífræn hjálpargögn

Í hlutaprófinu í Aðferðafræði á laugardaginn var klausa um að öll ólífræn hjálpargögn væru leyfileg, þetta átti að þýða að það mætti hafa allt með sér nema aðstoðarmann. Málið er að það er asnalegt að nota þetta orð því maður má hafa með sér pappírsgögn (glósur og bækur) en ekki fartölvur og síma. Ef maður skiptir pappír og tæknibúnaði í lífrænt og ólífrænt kemur í ljós að samkvæmt klausunni þá mætti maður ekki hafa pappír (lífrænn) með sér en mætti hafa fartölvur og síma (ólífrænt).

Ég sendi kennaranum póst um þetta og bað um bónusstig fyrir að benda á þetta en hún vildi það greinilega ekki (þó mér finnist ég hafa svarað aukaspurningu á prófblaðinu).