Byrja kannski á að minna á frábæra grein eftir sjálfan mig á Vantrú, hún er hálfgert framhald af síðustu grein sem hét Trúboð í skólum (líka frábær). Þið ættuð náttúrulega að lesa Vantrú á hverjum degi því hann er uppfærður svo oft og greinilega orðinn að almennilegu vefriti og þar að auki með athugasemdakerfi (sem trúfólkið virðist samt varla þora að nota).
Ég tek hér upp umræðu sem er í gangi á bloggsíðu frænda (þremenningar, höfum aldrei hist svo ég viti) míns um trúmál útfrá ummælum biskups um tilvist þess illa og tilraun hans til að verða draugasafnsbani.
Ólafur sjálfur segir: En gleymum því ekki að boðskapur Biblíunnar er góður Ég efast um að Biblían hafi nokkurn tíman verið til góðs, notuð til að kúga fólk frá upphafi, notuð til að koma í veg fyrir að það hugsaði. Hver eru raunverulega hlutföllinn milli ógeðsins og kærleiksboðskapsins í Biblíunni?
Ólafur segir líka: Vissulega er Biblían (GT og NT) skrifuð inn í ákveðnar aðstæður. Við þurfum að taka tillit til þess þegar við lesum Biblíuna. Ég tek tillit til þess, hún var skrifuð fyrir fólk sem var að leita að útskýringum á því hvernig heimurinn virkaði. Biblían er þannig úreltari en kennslubók í eðlisfræði frá 1850.
Náungi sem heitir Binni (einn kristnibloggarinn) segir: Ónógur biblíulærdómur er varhugaverður í nútímasamfélagi. Þetta minnir mig á stærðfræðikennarann minn sem sagði að það að kunna logaryþma væri jafn mikilvægt og að anda. Hvaða gagn hefur maður af því að kunna eitthvað um Biblíuna fyrir utan að hæðst að ykkur og fatta tilvísanir? Þið hafið varla neitt gagn af henni sjálfir enda farið þið ekki eftir neinu í henni, með ykkar tegund af trú þá gætuð þið alveg eins lesið Kóraninn.
Ég er reyndar hjartanlega sammála því að fólk geri of lítið af því að lesa Biflíuna.
You’ve got to know what you’re up against!