Það er einn stór galli á TtR-NC og það er að spilið er bara fyrir tvo til þrjú. Á móti kemur að það hentar betur fyrir fáa spilara en hinar útgáfurnar. Ef tveir eru að spila TtR upprunalega eða Evrópu er víðáttan slík að auðvelt er að forðast mótspilara sinn og þá minnkar gamanið.
Það hefði annars verið gaman ef spilaspjaldið hefði verið minnkað í takt við færri spilara. En Norðurlöndin eru bara svona í laginu að erfitt hefði verið að skipta úr sex ferningum í fjóra.
Mér þótti annars leiðinlegt að Borlänge og Visby voru ekki spjaldinu en ekki verður á allt kosið.